1. Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru agnarsmáar textaskrár sem eru geymdir í vafraranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.
2. Notkun Jákó á kökum
Með því að samþykkja skilmála Jákó um notkun á vafrakökum er Jákó m.a. veitt heimild til þess að:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
- að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
- að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
- að birta notendum auglýsingar
Jákó notar einnig þjónustur frá þriðja aðila til að greina umferð um vefinn, mæla virkni auglýsinga og til að birta gestum sérsniðnar auglýsingar. Til dæmis má nefna Google Analytics frá Google og Facebook Pixel frá Facebook. Analytics og Pixel safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixels notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Jákó sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þessara þriðju aðila.
3. Geymslutími
Kökur frá Jákó eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæði Jákó.
4. Slökkva á notkun á kökum
Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og getur haft neikvæð áhrif á heildarvirkni.
Leiðbeiningar um hvernig megi slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu þíns vafra eða www.allaboutcookies.org.
5. Meðferð Jákó á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Jákó lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.
Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.