Jákó sf hefur verið starfrækt í Auðbrekku í Kópavogið frá upphafi. Fyrirtækið var stofnað af Jörgen Moestrup og fjölskyldu árið 1984. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu og sölu á ýmsum efnum tengdum bíliðnaði, matvælaiðnaði og sjávarútvegi. Síðustu árin hefur Jákó sf einnig selt efni og tæki til sandblásturs og einnig tæki til að þrífa vara- og vélahluti.
Hér á vefnum er hægt að nálgast allar þær upplýsingar sem snúa að þeim vörum sem Jákó sf framleiðir og selur undir vörumerkjum þeirra. Einnig er hægt að nálgast öryggisblöð og aðrar nytsamlegar upplýsingar um notkun efnanna og þeirra tækja sem Jákó sf selur.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er best að hafa samband í síma, 5681819 eða senda tölvupóst á jako@jako.is. Svo er alltaf hægt að kíkja við að Auðbrekku 23 í Kópavogi.